Verkmenntaskólinn á Akureyri
Listir og menning 103

 

 

 

 

Glósur orðskýringar

Stefnur í listasögunni enda oftast á ISMI, sem á íslensku er þýtt stefna-stíll


Hér eru nöfn á stefnum í listasögunni þau eru hér á ensku ítölsku, frönsku og íslensku. Einnig er hér þau nöfn sem eru notuð í listasögu Fjölva, þau eru tilraun höfundar þeirrar útgáfu til að íslenska stílheitin. Textinn hér um stefnurnar er stuttur og reynt er að stikla á því helst. Að mestu er stuðst við bók Broby Johanssen í þýðingu Björns Th. Björnssonar Heimslist Heimalist. Einnig hef ég einnig aflað mér upplýsinga um stefnurnar á Wikpedia.

Hér í upphafi vil ég geta þess að þegar verið er að setja stefnur niður í tímabil og segja að það hefjist eitthvert árið, eða á einhverju árabili, er mikilvægt að hafa í huga að hvert tímabil ber í sér frjóangan nýs tímabils. Nýtt tímabil, ný stefna er ávalt í einhverskonar viðmiði við það sem fyrir er eða áður var gert, í sumum tilfellur rísa nýir tímar öndverðir við því sem fyrir er, eða ganga lengra. Einnig er á hverju tímabili leifar þess sem fyrir var þannig skarast stefnur. Því má segja að listasagan sé sagan um samhengi. Fyrra tímabilið sem við tökum fyrir í áfanganum LIM 103 frá Endurreisn til Impressíónisma, frá fimmtándu öld og fram yfir miðja þeirrar nítjándu. Þetta tímabil einkennist á því að þá er nokkuð skír skil milli stefna, að ein stefna tekur við af annarri í órofa keðju. Meðan að síðara tímabilið, frá Impressionisma til Poplistar, eða frá 1874 og fram yfir miðja tuttugustu öldina, er nokkuð frábrugðið hvað þetta snertir,en einnig skír skil milli stefna, en þar eru fleiri stefnur í gangi samtímis. Ljósmyndin er hér komin till sögunnar og hefur að mörgu leiti tekið yfir viðfangsefni myndlistamannanna, glímuna við að endurspegla raunveruna. Þetta tímabil einkenndist af miklum tilraunum listamanna að finna hin eina sanna tón, eða eins og Svissneski málarinn Paul Klee sagði eitthvað á þá leið að listin ætti ekki bara að sýna okkur eitthvað, heldur ætti hún fremur að gefa okkur nýja sýn.


Enska(alþjóðlegt)

Ítalska

Franska

Íslenska

Fjölvi

Renaissance
High Renaissance
Mannerism

Rinascimento

 

Endurreisn
Há Endurreisn

Endurreisn

Fægistíll

Endurreisnin var, eins og orðið felur í sér, að endurvekja, en rienascimento á ítölsku þýðir að endurfæða. Listamenn og fræðimenn leituðu aftur í klassíska fornöld, t.d. gríska menningu og tóku þaðan mörg heimspekileg, vísindaleg og fagurfræðileg gildi. Þetta tímabil er á 14. og út alla 15. öld og var miðstöðin á Ítalíu en síðar dreifðist stefnan til norður Evrópu. Þetta tímabil spannar lærdómsöldina og einkenndist af mikilli skynsemisdýrkun. Í myndlist, miðjusettum myndbyggingum, og gullinsniðs myndskipun. Fjarvídd þróast myndflöturinn dýpkar og biblíusöguleg myndefni verða "raunverulegri" og olíuliturinn þróast og tekur við af temperalitum. Í temperalitum er bindiefnin límkvoðu eða egg en upplausnarefnið er vatn. Ókosturinn að mati endurreisnarmálaranna var að þeir þornuðu of hratt og takmarkaði möguleika þeirra til að mála þannig að ekki sköpuðust of skörp skil milli ljóss og skugga. Á þessum tíma fer maðurinn að ganga nokkuð uppréttari og fór að skoða heiminn og rannsaka hann. Heimurinn var ekki lengur óumbreytanlegur og jarðvistin gat nú orðið annað og meira en bið eftir vist í himnaríki, ef menn voru nú svo heppnir að fá vist þar en ekki einhverstaðar annarsstaðar. Möguleikar til að sigla og rata um heimshöfin verða meiri með framþróun í stjarnfræði, maðurinn uppgötvar framandi heimsálfur. Þetta leiðir til verslunar með varning, krydd eðalmálma og til verða einstaklingar sem auðgast í krafti hinna nýju möguleika. Völdin eru ekki lengur alfarið í höndum kirkju eða lénsherra sem réðu yfir jörðum og handverksfólki, heldur verður til stétt manna sem verður valdamiklir í krafti auðsöfnunar. Lánastarfsemi verður einn mikilvægur þáttur í auðsöfnun, bankastarfsemi kemur til sögunnar, kapítalisminn er hér í fæðingu.

Barroco

 

Baroque

Barokk

Hlaðstíll

Orðið Barokk er komið útaf portúgalska nafninu, Baroque, á kuðungi, skel sem hafði óreglulegt form.

En stíllinn einkenndist,miðað við einfaldleika Endurreisnarinnar, af nokkru flúri eða skrauti og kom það fram í myndlist, arkitektúr, húsgögnum og tónlistinni.

Stíllinn var íburðarmikill, skrautlegur. sterkir litir, miklar andstæður í ljósi og skugga. "Uppreisn" barokkmanna má segja að hafi verið gegn hófsemi, takmörkuðu skrauti, jarðlitum og öllu því sem þeir töldu vera fyrir augað og hjartað ekki síður en fyrir skynsemina. „ Endurreisnarstíllinn var listform hinna smáu borgríkja. Barokkstíllinn er hinsvegar tjáningarform hins miðstýrða konungsveldis“ Það má segja að þessi tími konungs veldisins þar sem Lúðvík 14. Frakklandskonungur var einvaldur einkennist af íburði og glæsiskap hverskonar. Enda var eingin hófsemi né lítilæti sem einkennir fræga setningu Lúðvíks 14. sem sagði, Ríkið- það er ég. Listin var hér mjög svo notuð til að sína almúganum mátt valdhafans svo ekki færi milli mála hver réði og hverjum bæri að lúta. Einnig „ börðust“ ráðamenn með listinn hver við annan, sá var öflugastur sem byggði glæsilegustu hallirnar, héldu sig með listamenn í þjónustu sinni og böðuðu sig í ljóma listarinnar. Í tónlistinni er það orgeltónlistin sem skipað er í öndvegi og tónskáldin semja nú í dúr og moll. Í myndlistinn taka menn nú fram hina breiðu pensla og blæbrigðaríka littóna og beita andstæðum ljóss og skugga. Í byggingalistinni taka byggingameistarar, sem gjarnan voru einnig myndhöggvarar, að hlaða skrauti á byggingar. Andri bygginga er dregið fram úr framhliðinni og skrautið er til að beina athyglina að hvar gengið er inn í bygginguna. Glugga umgjarðir eru einnig skreyttar og jafnvel lágmyndir settar ofanvið. Höggmyndir eru gjarnan stór hluti bygginga utandyra sem innan.

Rococo

 

Rocaille

Rókókó
Rókókkó

Svifstíll

Rococo er stíl sem kom fram í myndlist, arkitektúr, tónlist, fatatísku og íburðarmiklu skrauti í öllum hlutum. Orðið á rætur að rekja til franska orðsins Rocaille, sem er heiti á garðaskraut, eða borðum sem voru kórallar,- skelja,- ávaxtaskrautborðar.

Ef Barokk þótti íburðarmikill stíll, nálgast Rókókó afskræmt í of-hlæði óreglulegra skrautforma. En um leið var mikill léttleiki í öllu, í víðustu merkingu orðsins, Föt voru t.d. úr "léttari efnum, silki var algengt, enda gætti nokkuð áhrifa frá Kína eða austurlöndum. Á þessum tíma eykst mjög verslun við Kína og verður nokkurskonar tíska allt sem kom þaðan svo sem silki og postulín. Rókókó stóð stutt yfir og er talað um í því sambandi valda tíð Loðvíks 14. Frakklandskonungs sem sagði ríkið það er ég


Neo-Classicism

 

 

Ný-klassík

Ný-gnæfa

Eins og orðið segir er þessi stefna leit aftur í tímann, að endurvekja á ný eldri klassísk listgildi og myndefnið var oft goðsögulegt.

Einnig var þetta, eins og svo oft í listasögunni andóf gegn því of-hlæði skrauts og íburðar sem einkenndi bæði Barokkið og einkanlega Rókókó tímann. Einnig gætir hér nýrra strauma þjóðfélagslegra og félagslegra vakningar Rókókó stíllinn endurspeglaði líf og umhverfi hirðarinnar og efri lög samfélagsins. En Ný klassísku listamennirnir settu sig beinlínis í þjónustu borgara Evrópu sem vildu róttækar breytingar á samfélaginu, þetta er tími Frönsku byltingarinnar.

Stíllinn einkendist af nákvæmum myndum, mjög "ljósmyndalegum" litum var stillt í hóf, skraut var nánast útilokað. Myndefni voru söguleg, sótt til goðsagna en einnig til mikilla viðburða, nánast eins og fréttaljósmyndir í dag. Myndirnar voru gjarnan hlaðnar táknrænum gildum.

Enska(alþjóðlegt)

Ítalska

Franska

Íslenska

Fjölvi

Rómanticism

 

 

Rómantískastefnan

Draumsæisstefnan

Þessi tími í Evrópskri menningu bar einkenni tíma hinna "stóru skálda", en í myndlist getum við sagt að ýmsuleiti hafi myndhugsun Ný klassíkurinnar einnig einkennt rómantísku málaranna. Söguleg myndefni, sótt í atburði samtímans, en goðsöguleg myndefni var rómantísku listamönnunum ekki að skapi.

Hin nýju borgaralegu öfl Evrópu voru að komast til áhrifa, en konungsvaldið fór halloka.

Ný-klassík þótti nú heldur bragðdauf frásagnarlist, rómantísku listamennirnir vildu ganga nærri áhorfandanum, fá þá til að sýna viðbrögð, taka afstöðu. Þetta er tími þjóðfélagsbyltinga og rómantískra listamanna. Skáld, myndlistamenn og tónskáld vor virkir þátttakendur í þessum hræringum.

Þetta er tíminn er Iðnbyltingarinnar, og má segja að rómantíkinni sé hér telft gegn vélvæðingunni, einstaklingnum gegn vélinni. Í myndlistinni einkennist þessi stíll af hraðri pensilskrift, mikilli hreyfingu, flókinni þríhyrningslaga myndskipun og nokkuð djarfari litasamsetningum.

Realismi

 

 

Raunsæi

Raunsæi

Má segja að raunsæið marki vendipunkt í menningarsögunni, þar sem hingað til hafi listin verið "spegill hlutveruleikans" allt frá því að endurreisnarmenn hófu að rannsaka í anda Húmanismans, náttúruna, himintunglin og manninn. Með aukinni þekkingu gerðu þeir sér betur grein fyrir hlutveruleikanum, þeir létu sér ekki lengur nægja kenningar Biblíunnar um sköpunarsöguna. Raunsæisstefnan er hápunktur þessa ferlis, Þar sem ekki var nóg að sýna einungis stóra tilfinningaþrungna atburði, þar sem myndefnið var upphafið og hástemmt.

Realistarnir vildu sýna "raunverulegt fólk" (almúgann, vinnandi fólk) við "raunverulegar aðstæður" í "raunverulegu umhverfi" án allrar fegrunar. Þetta er, fyrst og fremst stefna í bókmenntum myndlist og tengist vaxandi stétt verksmiðju verkafólks. Fyrsta sinn sem orðið kom fram var á myndlistasýningu franska málarans Gustave Courbet, í París 1855, eftir að myndum hans hafði verið hafnað af sýningarnefnd Alþjóðlegrar sýningar, Saloon, i París. Hann málaði orðið REALISMUS ofanvið innganginn að sýningarskála sínum. til aðgreiningar frá, eins og haft er eftir Courbet, Rómantísku-vellunni.

Impressionismi

 

Impressionismi

Impressíónismi

Blælist

Orðið, Impression, er franska og þýðir áhrif, á fyrstu Impressionista sýningunni í París 1874 var eitt málverk eftir Clout Monet sem bar heiti " Impression soleil levant" Impression sólarupprás. Það var svo franskur gagnrýnandi sem uppnefndi alla sem tóku þátt í sýningunni, Impressionista, í háðungarskyni þar sem honum þótti myndefnið vera fátæklegt. Engar stórar sögulegar senur málaðar með "ljósmyndalegri" nákvæmni, heldur væri komið landslagsmyndir sem lögðu áherslu á augnabliks upplifun fremur en "raunsanna" mynd af landslagi. Myndirnar voru náttúrustemming með áherslu á mismunandi birtu dagsins eða árstíðanna. Impressíonisminn markar upphaf tímabils menningarsögunnar sem kallast "Modernismi" eða á Íslensku Nútíminn. En orðið modernismi er alþjóðlegt og einnig notað í orðræðunni hér heima.

Tilkoma Ljósmyndarinnar er tvímælalaust ákveðinn vendipunktur, portrettmyndagerð sem var lifibrauð margra listamanna. Viðfangsefni listamanna að sýna hlutveruleikan í sem nákvæmastri eftirgerð var viðfangsefni ljósmyndaranna. Listin varð að finna aðrar leiðir, sem varð raunin. Impressionismi er virkilegt skref í þá átt.

Enska(alþjóðlegt)

Ítalska

Franska

Íslenska

Fjölvi

Post Impressionismi

 

 

Síð Impressionismi

Ný Blælist

Þessi stefna sem kemur í kjölfar Impressionismans, fylgir í raun eftir þeim „Modernisku“ áherslum sem koma fram þar, að leita inn á við í lögmál myndlistarinnar. Cézanne sagði t.d. eitthvað á þá leið, náttúran hefur sitt samræmi, en myndlistin býr yfir eigin samræmi sem er hliðstætt lögmáli náttúrunnar. Þetta verða að nokkurskonar einkenni listanna á þeim tíma sem við köllum Nútímann, enda er Poul Cézanne nemendur faðir nútíma myndlistar, Myndlistamenn þessa tíma endur tóku, margir þessa setningu Cézanne, hver með sínum hætti t.d. Georges Braque, kúbistinn, Þú .skallt ekki herma það sem þú vilt skapa, eða Poul Klee, listin á ekki bara að sýna, heldur á hún að gefa nýja sýn. Myndlistarmenn þessa tímabils, voru Impressionistar, en vildu finna nýjar leiðir, ekki binda sig eingöngu við augnablikið og litinn, sem var eitt aðal einkenni Impressionismans. Það komu fram listamenn sem töluðu um að ekki mætti gleyma forminu og að þeir vildu skapa list sem væri „varanleg“ sem ekki fjallaði eingöngu um hverfulleika birtunnar. Á þessum tíma er sáð frækornum sem listamenn langt fram eftir tuttugustu öld eru að vinna úr.


Expressionismi

 

 

Expressionismi

Tjástefna

Van Gogh, sem á tímabili, málaði í anda Impressionismans fer nú að leggja meiri áherslu á hreina, sterka frumliti, andstæða liti og kröftuga pensilskrift, til að undirstrika einhverskonar ofsa. Hann skrifas til bróður síns Theo, Impressionistarnir hafa málað svo vel það sem þeir sáu,en þeir máluðu ekki tilfinningar sínar. En það var eitt af einkennum stefnunnar að nota sterka liti, sýnilega pensilskrift og nokkuð íkt form til að undirstrika tilfinninguna, reiðina, ofsann, óttann, afbríðisemi eða einhverja líðan, vanlíðan listamannsins. Norski listamaðurinn Edvard Munch hveður sér hljóðs í þessarri stefnu með mörgum meistaraverkum listasögunnar, þekktasta verk hanns, sem sýnir þessi einkenni er Ópið þar sem manneskjan í fullkominni angist er máluð þannig að tilfinningar hennar fara ekki framhjá áhorfandanum.

Fauvism

 

Fauvism

 

Óargastefna

 Stefna í myndlist sem kom fram í Frakklandi snemma á 20. öldinni, þar sem sterkar lita andstæður var eitt höfuð einkenni þeirra málara sem máluðu í anda stefnunnar. Annað sem einkenndi þessa stefnu var að hún stóð ekki lengi og margir þeir málarar sem þektir eru sem fulltrúar Fauvismans snéru sér að öðrum viðfangsefnum, eða tóku að mála í anda t.d. Kúbisma. Einn þekktasti fauvistinn var Henri Matisse og var sá sem helst málaði lengst af í anda stefnunnar. Sumir vilja telja að hér hafi eiginlega ekki verið um neina stefnu að ræða, þar sem listamennirnir sameinuðust ekki um neitt manifest. Nafnið Fauvism er eignað franska listgagnrýnandanum Louis Vauxcelles, sem skrifaði um einn sal á Salon d'Automne ( Haustsýningin) í París 1905. Þar var höggmynd frá endurreisnartímanum á Ítalíu, eftir Donatello umkringd málverkum eftir Henri Matisse og sagði hann að Donatello parmi les fauves, (Donatello umkringdur villidýrum). Vauxcelles áleit listamennina tjá sig vilt og þannig fengu þeir nafnið les fauves, ( hinir viltu, villidýrin).

Með slagorðinu, Frelsun litarins, lögðu fauvistarnir áherslu á eigið gildi litarins. Þeir notuðu litinn oft ó blandaðan beint úr túbunum og sniðgengu fjarvíddarkerfið. Þannig lögðu þeir grunn að því liturinn væri notaður frjálst óháður fyrri hugmyndum um að litur væri einungis til að túlka hlutveruleikann, móta form og sýna dýpt, eða standa fyrir táknræna, trúarlega merkingu.Cubism
Þessi stefna var fyrsta abstrakta liststefnan á 20. öldinn. Nafnið fékk stefnan úr skrifum listgagnrýnandans Louis Vauxcelles 1908, þar sem hann segir frá orðum höfðum eftir Matisse sem talaði um Braques litlu kassa, kubba. En á frönsku cube sem þíðir kassi, kassalaga. Megin tímabil stefnunnar er 1907 -1914 og höfundarnir eru Pablo Picasso og Georges Braque. En hér má segja að eitt einkenni stefnunnar er að hún er beinlínis hönnuð, mótuð af þeim tveimur. Áhrifin eru oftast talin vera af tvennum toga, annarsvegar frá Afrískum grímum, tótemum, hinsvegar frá myndum Paul Cézanne. Þessi áhrif koma vel fram í einu fyrsta kúbiska málverkinu í listasögunni Ungfúnar frá Avinion eftir Pícasso, málað 1907. Það sýnir naktar konur í óræðu umhverfi. Þetta atrið í málverks Pícasso má rekja til mynda sem Cézanne hafði unnið við, sem sýna naktar konur og menn út í náttúrunni þar sem ýmsum hefðbundnum raunsæis þáttum er hnikað til. Einnig er skyldleiki í litanotkun, þetta var einnig einskonar andsvar við ofur áherslu fauvista á litinn og höfðu þeir Braque og Pícasso á orði að ekki mætti gleyma forminu. Einnig má sjá, í Ungfrúnum hans Pícasso áhrif frá afrískum grímum þar sem andlit nokkurra kvennanna minna fremur á grímur en andlit.

Cézanne hafði á orði eitthvað á þá leið að listin hefði samræmi, hliðstætt náttúrunni, sem sagt viðfangsefni hans var ekki að gera nákvæma eftirmynd af því sem hann sá. Heldur skildi myndefnið lúta lögmálum myndlistarinnar, um form, línu, lit og myndbyggingu. Þannig byggði hann myndir sínar að myndefnið var séð frá fleiru en einu sjónarhorni. Cézann átti að hafa sagt við kollega sinn Émile Bernard, að hann skyldi meðhöndla myndefnið, náttúruna út frá frumformunum, keilu, sívalning og kúlu. Þetta varð til þess að þeir Braque og Pícasso fóru að sýna sama hlutinn, mótífið séð frá fleiri en einni hlið í einni og sömu myndinni.

Kúbismanum er skipt niður í þrjú stíl einkenni, analýtisk, hermetisk og syntetisk.

Fyrsta tímabilið er einnig kallað prekubism, eða protokubism.

Þótt þetta tímabil sé talið hafa staðið til 1914, yfirgaf Braque ekki þessa hugsun og þróaði stílinn alla tíð, þar til hann dó 1972

Kúbisminn hafði mikil áhrif á stefnur sem síðar komu fram, eins og Ítölsku Fútúristana, en einnig á Hollenska listamanninn Piera Monard sem þekktastur er fyrir strang flatar málverk sín, þar sem myndin hefur að fullu sagt skilið við hlutveruleikann. Í byggingarlistinn kemur þessi stíll fram hjá franska arkitektinum Le Corbusier.

 

 

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verkmenntaskólinn á Akureyri:
Vefsíðugerð: Guðmundur Ármann Sigurjónsson garmanni@vma.is